• sumarSumarfrí - Summer vacation - Wakacyjna

  Leikskólinn Holt verður lokaður í 4 vikur í sumar.

  Lokað frá 9.júlí - 6.ágúst.  Opnum aftur 7.ágúst.

 • Vegna veikinda matráðs fáum við sendan mat frá "Eldhúsi sælkerans", næstu vikurnar.  

  Sjá matseðil hér að neðan :

   

  Vikan 22.-25.apríl

  Þriðjudagur : Gufusoðinn fiskur með soðnum kartöflum smjöri og gúrkustöfum.

  Miðvikudagur : Matarmikil gúllassúpa með góðum nýbökuðum brauðum og ávexti.

  Fimmtudagur : LOKAÐ ... Sumardagurinn fyrsti (og sólin skín)

  Föstudagur : Kjúklingaborgari með steikum kartöflum, salati og pítusósu.

   

  Vikan 28.apríl-2.maí

  Mánudagur : Nautahakk Bolognaise með spaghettí, brauðbolla ásamt ávexti.

  Þriðjudagur Steikt ýsuflök með blönduðum grjónum, fersku salati og skyr-grænmetissóu .

  Miðvikudagur : Hakkað buff með soðnum kartöflum, grænmeti og brúnni sósu.

  Fimmtudagur : LOKAÐ ... 1.maí - frídagur verkalýðsins

  Föstudagur : Grjónagrautur með lifrarpylsu,blóðmör, ávöxtur.

 • ordsporid 2ordsporDagur leikskólans 6.febrúar. Leikskólar landsins halda upp á daginn með ýmsum hætti til að vekja athygli á starfi leikskólakennara og til að kynna starfsemi leikskóla út á við. Ástæðan fyrir því að 6. febrúar er dagur leikskólans er sú að þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

  Í tilefni dagsins veitir kynningarnefnd Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla viðurkenningu sem nefnist Orðsporið til þeirra sem hafa þótt skara fram úr og unnið ötullega í þágu leikskóla og/eða leikskólabarna. Félagsmenn sendu inn tilnefningar til viðurkenningarinnar til sérstakrar valnefndar. Hægt var að tilnefna einstakan leikskólakennara, kennarahóp, verkefni, leikskóla, leikskólastjóra, stefnumótun, skipulag, foreldrasamstarf, sérkennslu, forvarnir, sveitarfélag eða annað sem vel hefur verið gert.

  Viðurkenninguna Orðsporið 2014 hlýtur að þessu sinni verkefnið Okkar mál. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Hannesarholti og afhenti Jón Gnarr borgarstjóri fulltrúum verkefnisins viðurkenninguna.

   

   

  Meginmarkmið verkefnisins Okkar mál er að auka samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu. Í því felst meðal annars:

  að auka þekkingu kennara og starfsfólks á þáttum sem hafa áhrif á máltöku og læsi allra barna með sérstakri áherslu á börn með annað móðurmál en íslensku
  að efla fagleg vinnubrögð og færni kennara í starfi með margbreytilegum barna- og foreldrahópi
  að þróa og innleiða fjölbreyttar kennsluaðferðir sem miða að því að jafna tækifæri barna til náms
  að afrakstri verkefnisins verði miðlað á fjölbreyttan hátt til annarra er gagn hafa af

  Samstarfsaðilar í Okkar mál verkefninu eru Fellaskóli, Leikskólinn Holt, Leikskólinn Ösp, Miðberg, Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi – Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Þjónustumiðstöð Breiðholts.

  Nánar um Okkar mál má nálgast á heimasíðunni  http://tungumalatorg.is/okkarmal 

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur