• Á morgun, fimmtudaginn 30. október, ætla nemendur úr 5. bekk í Fellaskóla að koma í heimsókn í leikskólana Holt og Ösp og lesa fyrir börnin.

  Er þetta einn liður í samstarfi skólanna í Fellahverfi og verður örugglega mjög skemmtilegt.

  Nemendur mæta klukkan 10.40 og lesa fyrir öll börnin á Bergi, Felli, Bakka og Hól en börnin á Seli verða í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni á þessum tíma sem er ekki síður spennandiSmile

  Nemendur ætla að lesa á nokkrum tungumálum eins og íslensku, pólsku, lettnesku, albönsku, serbnesku og ensku og verður börnum skipt í hópa eftir móðurmáli þeirra.

  Við hlökkum mikið til og þetta verður örugglega mjög gaman.

   

 • modurmal14

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur