Hreyfing

Markmið

  • Að efla hreyfiþroska og hreyfigetu
  • Að styrkja samhæfingu hreyfinga barnsins
  • Að stuðla að vellíðan og öryggi
  • Að barnið þekki heiti líkamshluta, ýmis hugtök t.d. undir, yfir og fl.

Leiðir

Einu sinni í viku fer hvert barn í skipulagða hreyfistund annað hvort inni á sinni deild eða í markvissri hreyfistund utandyra, elstu börnin í íþróttahúsi Fellaskóla. Börnin fara eftir fyrirmælum kennarans sem vinnur eftir þar til gerðri áætlun.

Í hreyfistundum eru notaðar bæði dýnur og tæki til þess að efla hreyfiþroska, hreyfigetu og til að styrkja samhæfingu barnanna.

Unnið er í litlum hópum en við teljum það stuðla að öryggi hvers barns og vellíðan innan hópsins.

Prenta | Netfang