Hreyfistundir

 

Skipulagðar hreyfistundir eru einu sinni í viku fyrir öll börn leikskólanns.  Þau eru ýmist í salnum eða úti.  Elstu börnin fara í íþróttahús Fellaskóla ásamt öðrum börnum úr leikskólunum í Fellahverfi.

Yfir vetrartímann fá öll börnin í Völvuborg skipulagða hreyfistund einu sinni í viku, oftast í salnum. Nokkrar mismunandi útfærslur eru notaðar til að hafa þær fjölbreytilegar og skemmtilegar.

Einnig er farið í skipulagðar hreyfistundir í nágrenni leikskólans. Í þessum stundum eru tveir til þrír starfsmenn með hvern hóp. Í útiverunni hreyfa börnin sig mikið. Frjálsi leikurinn í sal er mjög eftirsóknaverður og oft á tíðum fjörugur. Stundum er líka farið í skipulagða leiki og oft er farið í gönguferðir út fyrir garðinn. Þá er bæði gengið, hlaupið, hoppað og skoppað.

Á sumrin eru hjóladagar í Völvuborg c.a. einu sinni í mánuði. Þá mega börnin koma með hjólin sín í leikskólann og hjóla í garðinum.

Prenta | Netfang

Hreyfing

Börn hafa mikla og ríka  þörf fyrir að hreyfa sig frjálst og óhindrað.  Hreyfing stuðlar að líkamlegri og andlegri vellíðan, gleði, snerpu og þoli.  Í hreyfileikjum öðlast barn skilning á styrk sínum og getu og sjálfstraust þess vex.  Samhæfing hreyfinga jafnvægi og öryggi barnsins eykst.  Auk þess fæst gott tækifæri með skipulagðri hreyfingu til að örva líkams- og hreyfiþroska, félagsþroska og vitsmunaþroska.  Í útiveru fá börn mikla hreyfingu og eins er farið í skipulagðar gönguferðir.

Lesa >>

Prenta | Netfang