Betri borg fyrir börn

betri borgBetri borg fyrir börn

Á fundi skóla- og frístundaráðs og velferðaráðs í september 2019 var lögð fram tillaga um að hefja þróunarverkefni í Breiðholti: Betri borg fyrir börn.
Megin markmið verkefnisins er að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur í skóla- og frístundastarfi. Áhersla er lögð á að þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðasviðs.
Færa á þjónustuna í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna, styðja betur við starfsfólk í skóla- og frístundastarfi og færa stjórnun stofnana skóla- og frístundasviðs nær vettvangi.
Einfalda á allt stoðkerfi við börn með sérstakar þarfir með það að markmiði að veita börnum þjónustu innan veggja skólans, samþætta á í eina heild skipan og verklag skólaþjónustu, sérkennslu og stuðnings í skóla- og frístundastarfi. Lögð verður áhersla á snemmtæka íhlutun og markviss inngrip sem skila börnum mælanlegum framförum og dregið verður úr vægi greininga sem forsendu fjárveitinga.
Á öðrum degi janúarmánaðar var skóla og frístundadeild stofnuð innan þjónustumiðstöðvar Breiðholts sem heyrir undir skóla- og frístundasvið. Starfsemi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í Breiðholti heyrir undir þessa nýju deild.
Elísabet Helga Pálmadóttir var ráðin fagstjóri leikskólahlutans, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir fagstjóri grunnskólahlutans og stjórnun frístundarhlutans með Helga Eiríksson í fararbroddi, sem áður var staðsett í Miðbergi var færð á þjónustumiðstöð Breiðholts.
Hlutverk fagstjóra leikskóla er að:
• Fara með faglega forystu í málefnum leikskóla, hafa yfirumsjón með starfsemi leikskóla í Breiðholti og stuðla að því að hún sé í samræmi við lög, reglugerðir, starfsáætlun SFS og stefnur borgarinnar.
• Leiða þróun fagstarfs í samvinnu við leikskólastjórnendur, aðra starfsmenn í skóla- og frístundadeild og fagskrifstofu leikskóla.
• Stýra samhæfingu milli leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs.
• Taka þátt í mótun stefnu SFS í leikskólamálum og fylgja eftir út í leikskóla.
• Leiða umbætur í þjónustu við börn með snemmtækri íhlutun í faglegu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs.
• Veita ráðgjöf og sinna eftirliti við gerð starfsáætlana og innra og ytra mat.
• Veita ráðgjöf og stuðning til leikskóla um samstarfs og samskipti við foreldra, grunnskóla og frístundaheimili/félagsmiðstöðvar.
Mannauðs og rekstrarteymi var stofnað sem mun sinna allri almennri mannauðsþjónustu og fjármálalegri ráðgjöf við starfseiningar sviðanna í hverfinu og umsýslu og utanumhald með rekstri húsnæðis starfseininga. Eftirfarandi aðilar munu koma til með að þjónusta skóla- og frístundadeild Breiðholts og styðja stjórnendur á vettvangi. Maron Kærnested Baldursson, sérfræðingur fjármála og reksturs, Óttar Möller, fjármálasérfræðingur, Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsráðgjafi og Þorbjörn Tjörvi Stefánsson, verkefnastjóri fasteigna- og búnaðar.

 

A better city for children
At a meeting of the School and Leisure Council and the Welfare Council in September 2019, a proposal was made to start development projects in Breiðholt: Better city for children.
The main aim of the project is to improve services for children, youth and families in school and leisure activities. Emphasis is placed on tightening co-operation between the School and Leisure Division and the Welfare Department.
The service is increasingly being promoted in the school environment for children and young people, better supporting staff in school and leisure activities and bringing the management of school and leisure institutions closer to the arena.
The entire support system for children with special needs should be simplified with the aim of providing children with services within the school walls, integrating into a single organization and procedures of school services, special education and support in school and leisure activities. Early intervention and targeted interventions that bring measurable progress to children will be emphasized and the importance of analysis as a prerequisite for budgets will be reduced.
On January 2nd 2020, a school and leisure department were established within Breiðholts service center, which is part of the school and leisure division. The activities of kindergartens, elementary schools and leisure activities in Breiðholt belong to this new department.
Elísabet Helga Pálmadóttir was appointed professional director of the preschool section, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir professional director of the elementary school section and the management of the leisure section with Helga Eiríksson at the forefront, which was previously located in Miðberg was transferred to the Breiðholt service center.
The role of a preschool professional is to:
• Handle professional leadership in preschool affairs, oversee preschool operations in Breiðholt and promote its compliance with laws, regulations, the SFS work plan and city policies.
• Lead the development of professional work in collaboration with preschool administrators, other staff in the School and Leisure Department and the preschool professional office.
• Manage coordination between preschools, elementary school and leisure activities.
• Participate in the development of SFS policy on preschool issues and follow up in to the preschools.
• Lead the improvement of services for children with early intervention in professional co-operation in the school and leisure and welfare sectors.
• Provide advice and oversee the preparation of work plans and internal and external evaluation.
• Provide counseling and support to preschools on cooperation and communication with parents, elementary schools and leisure centers / community centers.

A human resources and operations team was established that will provide all general human resources services and financial advice to the business units of the neighborhoods and the management of the housing units.
The following parties will serve Breidholts School and Leisure Department and support management on the ground. Maron Kærnested Baldursson, financial and operations specialist, Óttar Möller, financial expert, Inga Guðrún Birgisdóttir, human resources consultant and Thorbjörn Tjörvi Stefánsson, project manager for real estate and equipment.

Prenta | Netfang


Foreldravefur