Nýtt nafn - Leikskólinn Holt

Foreldrar, börn og starfsfólk í sameinaða leikskólanum Fellaborg og Völvuborg hafa valið nýtt nafn á skólann. Holt skal hann heita og vísar nafnið til Breiðholts, en leikskólinn er í Fellahverfinu.

Leikskólarnir Fellaborg og Völvuborg voru sameinaðir í júlí í fyrra. Starfsmenn vildu breyta nafni hans og var þeim, foreldrum og börnum gefið tækifæri til að koma með tillögur að nýju nafni. Alls bárust þrjátíu tillögur.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Sameining Volvuborgar og Fellaborgar

 

Sameining Völvuborgar og Fellaborgar.
 
Frá og með 1.ágúst 2010 hafa leikskólarnir Völvuborg og Fellaborg verið sameinaðir undir eina stjórn. Leikskólastjóri er Halldóra B. Gunnlaugsdóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Gyða Guðmundsdóttir.
 
Fyrst um sinn munu báðir leikskólarnir vinna meira og minna óbreytt, að því undanskildu að starfsfólk verður samnýtt ef þurfa þykir.
Halldóra, leikskólastjóri, mun hafa aðstöðu á Völvuborg og Gyða,  aðstoðarleikskólastjóri, á Fellaborg.
 
Núna í vetur verður unnið að skipulagsbreytingum fyrir skólana sem munu taka gildi veturinn 2011-2012.
Samstarfshópur frá Leikskólasviði kemur að þessari vinnu ásamt starfsfólki leikskólanna.

 

 

 

Halldóra B. Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri Völvuborg-Fellaborg. 
Símar : 557-3040 / 557-2660 / 693-9882   
Netföng : This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Gyða Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Völvuborg-Fellaborg. 
Sími : 557-2660 / 557-3040 
Netföng : This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Prenta | Netfang

Samstarf leikskólanna í Fellahverfi

Undir regnboganum

Leikskólarnir þrír Völvuborg, Fellaborg og Ösp hafa stofnað til samtaka sem við köllum „undir regnboganum". Tilgangur samtakanna er tvíþættur hvað varðar sérstöðu þessa skóla, annars vega fjöldi barna af erlendum uppruna og hins vega fjöldi barna sem búa við erfið félagsleg skilyrði. Í þessum tveimur þáttum liggur sérstaða og sérhæfing þessara þriggja skóla.
Ein af okkar hugmyndum er að auglýsa eftir íslenskukennara til að starfa til skiptis í skólunum þremur við markvissa íslenskukennslu. Þó að málörvunin sé vissulega fólgin í öllu daglegu starfi þurfum við að gera meira þar sem meira en 50% barnanna eru tvítyngd. Öll börnin þurfa örvun í íslensku sem er það tungumál sem við vinnum með í leikskólanum. Heima veita foreldrar börnum sínum örvun í sínu móðurmáli hvert sem það er.
Önnur hugmynd er að stofna til nánara samstarfs við Heilsugæsluna og Þjónustumiðstöð Breiðholts með velferð barnanna og fjölskyldna þeirra í huga.
Nafnið á samstarfinu er þannig til komið að regnboginn er alla vega á litinn og því táknrænn fyrir fjölbreytileika. Hann er einnig táknrænn fyrir velferð, því það er þekkt að komist maður undir regnbogann getur maður óskað sér og það viljum við - óska börnunum alls hins besta sem völ er á og við viljum að þau læri að gera kröfur um hið besta fyrir sig.

Prenta | Netfang


Foreldravefur