.jpg)
Þá er það orðið staðfest að við fáum okkar fyrsta Grænfána í sumar. Þannig að á sumarhátíðinni okkar, föstudaginn 11.júní kl.13.30 verður leikskólanum formlega afhentur Grænfáninn frá Landvernd. Við óskum okkur öllum til hamingju með þessi gleðilegu tíðindi. Nánar auglýst síðar ...
Fréttir af Grænfána-verkefninu okkar !
Nú fer að styttast í það að við fáum afhentan Grænfánann frá Landvernd og er stefnan tekin á að það verði í sumar, jafnvel á sumarhátíðinni okkar ! En það er þó ekki komið alveg á hreint og gæti breyst en við látum ykkur vita þegar nær dregur.
Hérna er Umhverfissáttmáli Völvuborgar, hann verður svo settur inn síðar undir Grænfána-flipanum
· Börn eiga rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar og að tekið sé tillit til þeirra
· Börn skulu fá að tala eigið tungumál og ástunda eigin trúarbrögð og menningu
· Börn eiga rétt á því að vera samvistun við fjölskyldu sína eða þá sem annast þau best
· Börn eiga rétt á að koma á framfæri áliti sínu og að koma saman og tjá eigin skoðanir
· Börn eiga rétt á að vera í öruggum höndum og vera ekki meidd eða vanrækt
· Börn eiga rétt á viðunandi lífskjörum
· Börn eiga rétt á heilsugæslu
· Börn sem eru öryrkjar eiga rétt á sérstakri umönnun og þjálfun
· Börn eiga rétt á að taka þátt í leikjum
· Börn eiga rétt á ókeypis grunn menntun
· Börn má ekki nota sem ódýrt vinnuafl eða í hernaði
· Börn eiga rétt á að njóta félagslegs öryggis
· Börn eiga rétt á nógu fæði og hreinu vatni