Áframhald á "Okkar mál" þróunarverkefninu

holt-logoSkóla- og frístundaráð afgreiddi á fundi sínum í dag almenna styrki og þróunarstyrki til skóla- og frístundastarfs. Yfir sjötíu umsóknir bárust og fengu fjörutíu verkefni styrki fyrir alls um 30 milljónir króna.

Við afgreiðslu þróunarstyrkja var haft að leiðarljósi að styrkja verkefni sem leggja áherslu á læsi, lýðræði, mannréttindi og upplýsinga- og tæknimennt í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi.

Hæsti þróunarstyrkurinn, 2, 5 milljón króna, fór til verkefnisins Okkar mál sem miðar að auknu samstarfi um menningu, málþroska og læsi í Fellahverfi. Þetta er samstarfsverkefni leikskóla, grunnskóla og frístundar í Fellahverfi, auk Háskóla Íslands og þjónustumiðstöðvar Breiðholts.Smile

> Sjá kynningu og upplýsingar um verkefnið "Okkar mál" : Verkefnið "Okkar mál"

Hólabrekkuskóli fékk 1,2 milljónir króna til að búa til gagnvirk málfræðiverkefni fyrir unglinga í dönsku og íslensku og Laugarlækjarskóli fékk 1.3 milljónir króna til skapandi starfs í upplýsingaveri skólans. Þá kom 1.5 milljón króna í hlut leikskólans Suðurborgar til að efla sérhæfingu skólans í atferlisþjálfun fyrir börn á einhverfurófi og frístundamiðstöðin Frostaskjól fékk 1 milljón króna til verkefnisins Lýðræði og mannréttindi í leik og starfi.

Hæstu almennu styrkirnir runnu til verkefna sem miða að því að efla upplýsinga- og tæknimennt í reykvískum skólum og stuðla að auknum lestri. Þetta voru verkefni Rithöfundasambands Íslands Skáld í skólum og verkefnið Moodle - Vísir að verkefnabanka sem miðar að því vinna verkefni í íslensku, samfélagsfræði og upplýsingamennt fyrir 8.-10.bekk í Moodle-námsumsjónarkerfinu. Þá var m.a. veittur styrkur til að halda myndlistarnámskeið fyrir börn í Breiðholti, halda námskeið fyrir unglinga í útvarpsþáttagerð og gera umferðarleikrit til forvarna fyrir yngstu bekki grunnskóla í borginni.

Linkur á frétt : Styrkir frá Skóla- og frístundaráði - frétt á vef Reykjavíkurborgar 

Prenta | Netfang


Foreldravefur