Hvatningaverðlaun Skóla- og frístundasviðs

Mánudaginn 13. maí voru hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs veitt fyrir metnaðarfullt fagstarf í leikskólum, grunnskólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum borgarinnar. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla skóla- og frístundastarfi sem unnið er af starfsfólki og á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs og hvetja til nýbreytni- og þróunarstarfs.

Verkefnið Okkar mál með leikskólann Ösp, leikskólann Holt og Fellaskóla í broddi fylkingar hlutu viðurkenningu fyrir samstarfsverkefni í hverfum borgarinnar.

mai2013b

Prenta |