Samstarf leikskólanna í Fellahverfi

Undir regnboganum

Leikskólarnir þrír Völvuborg, Fellaborg og Ösp hafa stofnað til samtaka sem við köllum „undir regnboganum". Tilgangur samtakanna er tvíþættur hvað varðar sérstöðu þessa skóla, annars vega fjöldi barna af erlendum uppruna og hins vega fjöldi barna sem búa við erfið félagsleg skilyrði. Í þessum tveimur þáttum liggur sérstaða og sérhæfing þessara þriggja skóla.
Ein af okkar hugmyndum er að auglýsa eftir íslenskukennara til að starfa til skiptis í skólunum þremur við markvissa íslenskukennslu. Þó að málörvunin sé vissulega fólgin í öllu daglegu starfi þurfum við að gera meira þar sem meira en 50% barnanna eru tvítyngd. Öll börnin þurfa örvun í íslensku sem er það tungumál sem við vinnum með í leikskólanum. Heima veita foreldrar börnum sínum örvun í sínu móðurmáli hvert sem það er.
Önnur hugmynd er að stofna til nánara samstarfs við Heilsugæsluna og Þjónustumiðstöð Breiðholts með velferð barnanna og fjölskyldna þeirra í huga.
Nafnið á samstarfinu er þannig til komið að regnboginn er alla vega á litinn og því táknrænn fyrir fjölbreytileika. Hann er einnig táknrænn fyrir velferð, því það er þekkt að komist maður undir regnbogann getur maður óskað sér og það viljum við - óska börnunum alls hins besta sem völ er á og við viljum að þau læri að gera kröfur um hið besta fyrir sig.

Prenta | Netfang


Foreldravefur