Orðsporið 2021

Leikskólinn hlýtur Orðsporið 2021
Dagur leikskólans er 6. febrúar en þar sem hann ber upp á laugardag var honum fagnað víða um land fyrir helgi. RannUng efndi til áhugaverðrar netráðstefnu 5. febrúar þar sem menntamálaráðherra tilkynnti um handhafa Orðsporsins 2021. Orðið handhafi er hér í fleirtölu því hvatningarverðlaunin hlýtur leikskólastigið í heild sinni; leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti hver hlýtur Orðsporið 2021, hvatningarverðlaun leikskólans, á morgunfundi RannUng. Verðlaunin eru óvenjuleg þetta árið en ákveðið var að veita leikskólastiginu í heild Orðsporið.
Það var mat valnefndar um Orðsporið að leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna hafi sýnt ótrúlega elju og fagmennsku á tímum COVID-19. Leikskólarnir hafa unnið afar vel úr erfiðum aðstæðum með velferð og nám barna í algjöru fyrirrúmi.
„Leikskólastigið hefur staðið í ströngu undanfarið ár og mikið hefur mætt á kennurum, stjórnendum og öllu starfsfólki leikskólanna við að halda leikskólastarfi gangandi. Unnið hefur verið algjört þrekvirki á leikskólastiginu og fyrir það ber að þakka. Ég geri mér grein fyrir því að þetta hefur verið á tímum mjög erfitt. Þess vegna vil ég þakka öllum þeim sem starfa á leikskólastiginu fyrir þeirra vinnu. Þið eigið svo sannarlega skilið Orðsporið 2021,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þegar hún tilkynnti um verðlaunin.
Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, sagði í sínu ávarpi að leikskólarnir væru vel að Orðsporinu komnir eftir að hafa staðið sig afburða vel í verkefnum liðins árs.
Að Orðsporinu standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli.
Við óskum leikskólakennurum, stjórnendum leikskólanna og öllu starfsfólki innilega til hamingju með Dag leikskólans og hvatningarverðlaunin Orðsporið.

The preschools receives the Reputation 2021
The day of the preschool is February 6, but since it takes place on Saturday, it was celebrated all over the country before the weekend. RannUng held an interesting online conference on February 5, where the Minister of Education announced the holders of the Reputation 2021. The word holders is in the plural here because the incentive award receives the preschool level in its entirety; preschool teachers, administrators and preschool staff.
Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Education, announced who will receive Orðsporið 2021, the preschool's incentive award, at the morning meeting of RannUng. The awards are unusual this year, but it was decided to give Orðsporið the entire preschool level.
It was the opinion of the selection committee for Orðsporið that preschool teachers, administrators and staff of the preschools showed incredible energy and professionalism during the time of COVID-19. The preschools have worked very well out of difficult situations with the welfare and education of children in the forefront.
"The pre-school level has been strict in recent years and a lot has happened to teachers, administrators and all the staff of the pre-schools in keeping the pre-school work going. An endurance work has been done at the preschool level and we should be thankful for that. I realize that this has been a very difficult time. That is why I want to thank all those who work at the preschool level for their work. You certainly deserve Orðsporið 2021, "said Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Education, when she announced the award.
Sigurður Sigurjónsson, chairman of the Association of Preschools Managers, said in his address that the preschools were well on their way after having performed exceptionally well in the past year's projects.
The Reputation is run by the Association of Preschool Teachers, the Association of Preschool Managers, the Ministry of Education and Culture, the Association of Icelandic Municipalities and Heimili og skóli.
We sincerely congratulate the preschool teachers, the preschool management and all the staff on Preschool Day and the Encouragement Award.

ordspor 21

Prenta | Netfang


Foreldravefur