Fréttir af Grænfána-verkefninu okkar ! 
Nú fer að styttast í það að við fáum afhentan Grænfánann frá Landvernd og er stefnan tekin á að það verði í sumar, jafnvel á sumarhátíðinni okkar ! En það er þó ekki komið alveg á hreint og gæti breyst en við látum ykkur vita þegar nær dregur. 
Hérna er Umhverfissáttmáli Völvuborgar, hann verður svo settur inn síðar undir Grænfána-flipanum 
Umhverfissáttmáli Völvuborgar
· Við göngum um náttúruna af virðingu
· Við þekkjum okkar nánasta umhverfi
· Við endurnýtum það sem hægt er
· Við flokkum þann úrgang sem fer í endurvinnslu
· Við spörum orku, eins og hægt er
Leiðir að umhverfissáttmála :
- Að efla umhverfisvitund með fræðslu, góðu fordæmi og verkefnum.
- Að fara í gönguferðir á nánasta umhverfi okkar og upplifa og njóta þess.
- Að nýta það efni sem til fellur í vinnu og leik.
- Að flokka lífrænan úrgang til moltugerðar. Pappír, pappi, fernur, gler, málmar, plastumbúðir og rafhlöður er flokkað og sett í endurvinnslu.
- Að nota sparperur þar sem hægt er, vera ekki með logandi ljós þar sem enginn er og láta ekki vatn renna að óþörfu.