Foreldrafélag Holts

Í Holti er starfrækt foreldrafélag. Í stjórn þess sitja nokkrir foreldrar auk eins starfsmanns sem er tengiliður við leikskólann. Allir foreldrar barnanna í leikskólanum verða sjálkrafa félagar í foreldrafélaginu.
Hlutverk foreldrafélagsins er að stuðla að fræðslu um uppeldismál og gangast fyrir ýmsum uppákomum í samvinnu við leikskólann.
Foreldrafélagið greiðir meðal annars fyrir leikrit, rútuferðir, jólaskemmtanir og margt fleira skemmtilegt fyrir börnin.  Sendir eru út greiðsluseðlar tvisvar á ári, u.þ.b. 3000 kr. í hvort skipti.

 

> Halldóra B. Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri, tengiliður leikskólans.

 

Samkvæmt Aðalnámsskrá leikskóla frá 1999 skal við sérhvern leikskóla starfa foreldrafélag. Misjafnt er hvaða markmið þessi félög setja sér. Landssamtök foreldrafélaga styðja við bakið á foreldrafélögum og veita ýmsar upplýsingar.

Í foreldrafélagi Holts eru foreldrar barnanna í leikskólanum. Fulltrúar í stjórn félagsins eru yfirleitt sjö, tveir foreldrar frá hverri deild ásamt einum fulltrúa leikskólans.  

Gjald í foreldrasjóð er nú 500 kr. á mánuði og er greitt með heimsendum gíróseðli, tvisvar á ári.

Hlutverk foreldrafélagsins er að standa vörð um hag barnanna og að taka þátt í ýmsum skemmtunum í samráði við leikskólann, eins og t.d. sveitaferð, jólaball, leikrit og fleira þess háttar.

Prenta | Netfang