Foreldraráð

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr. um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á skólastarfi.

Foreldrum er bent á að þeir geta snúið sér til foreldraráðs ef þeir vilja koma einhverju á framfæri varðandi starfið í leikskólanum. Ef foreldrar vilja gefa kost á sér í foreldraráðið þá endilega hafið samband við leikskólastjóra.  Foreldraráð er kosið til eins árs í senn.

 

Prenta | Netfang