Val

Val er á Löngumýri og Mjóumýri á hverjum degi eftir kaffi. Í vali velja börnin sér svæði til að leika sér á í frjálsum leik. Þau setja nafnið sitt á valspjald og geta þar séð hvaða svæði eru í boði og líka hve margir geta valið á sama stað.

Þau svæði sem eru á valtöflunni eru: Heimastofa Löngumýrar, Stórafell, Litlafell, heimastofa Mjóumýrar, herbergi, salur, listasmiðja, sull, tölvur og Útivera.

Ekki eru öll svæðin í boði í einu og fer það eftir dögum hvað er í boði. Börnin velja saman af einu stóru valspjaldi í salnum og eru þau að velja sömu svæðin þ.e. börn af Mjóumýri geta valið svæði sem eru á Löngumýri og öfugt. Þannig blandast hópurinn og einnig er þetta tilbreyting fyrir börnin. Yfirleitt eru þrír starfsmenn í vali og skipta sér niður á svæðin.

Prenta | Netfang