Leikskólastarf

Unnið er eftir Aðalnámskrá, með áherslu á leik barnanna sem náms- og þroskaleið.

Við ræktum alhliða þroska barnsins sem felst meðal annars í  líkams- og hreyfiþroska, tilfinningaþroska, vitsmunaþroska, mál- og félagsþroska, félagsvitund, fagurþroska, sköpunarhæfni, siðgæðisþroska og siðgæðisvitund.

Til grundvallar starfi okkar leggjum við hugmyndafræði Dewey sem segir að virkja eigi athafnaþörf barnsins og vekja áhuga þess. Barnið eigi að læra með því að framkvæma, það eigi að vera virkt og skapandi. Við styðjumst einnig við þær  sálfræðikenningar sem tengjast vitþroskakenningu Piaget, þar sem megináherslan er ,,að virkni barnsins og þróun þess er árangur af samvirkni milli barnsins og umhverfisins". Piaget segir að leikurinn endurspegli vitþroska barnsins, að sérhvert vitþroskaskeið barnsins eigi sér hliðstæðu í leikatferli þess.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Könnunarnám /(10project aproach)

Könnunarnám (10project aproach)

Í megin dráttum felst könnunarnám í að ýmis viðfangsefni eru tekin fyrir og rannsökuð vel og vandlega niður í kjölinn. Viðfangsefnið er tengt merkingarbærum viðfangsefnum úr reynsluheimi barnanna sem gerir það að verkum að þau ná frekar tökum á því.

Lesa >>

Prenta | Netfang