Könnunarleikurinn (10Heuristic play with objects)

Könnunarleikur er byggður á hugmyndum tveggja enskra fræðimanna þeirra Elinor Goldschmied og Sonia Jackson.  Könnunarleikur nefnist Heuristic play with objects á ensku en merkingin á íslensku er að uppgötva eða öðlast skilning.  Þessi merking lýsir nákvæmlega því sem börnin eru að gera í leiknum. Könnunarleikur virkar þannig að börnin leika sér með hluti sem hægt er að nota á margvíslegan hátt, fylla, tæma, setja saman, finna hvað er líkt og ólíkt og stafla hlutum. Þetta eru ekki ,,venjuleg leikföng", þetta eru allskonar hversdagslegir hlutir og ílát eins og t.d. eggjabakkar, stórir hnappar, kökubox, plastflöskur, gamlir lyklar, könglar og fleira.

Börnin starfa af eigin hvötum, sjálf og fyrir sig sjálf án þess að fullorðnir stýri þeim.  Þau skoða hlutina á opinn hátt og engin niðurstaða er ,,rétt" eða ,,röng".

Könnunarleikjastund getur staðið í allt að 45 mínútur en þriðjungur af tímanum er notaður til að taka til. Tíminn sem notaður er í tiltekt er jafn mikilvægur þeim sem fer í leik, er í raun framlenging á leiknum. Það getur verið mjög gaman að taka saman og markar ákveðin verklok hjá börnunum. 

Prenta | Netfang