Könnunarnám /(10project aproach)

Unnið er út frá hugmyndum og áhuga barnanna, þau fá tækifæri til að rannsaka á eigin forsendum. Þau fá að rannsaka ýmis viðfangsefni ítarlega og nýta þannig hæfni sína á fjölbreyttan hátt. Það hvetur börnin til að afla sér áframhaldandi þekkingar og þau fá betri skilning á sinni eigin reynslu og unhverfi sínu. Könnunaraðferðin er því góð leið til að styrkja félagshæfni barna og undirbúa þau undir lífið og það þjóðfélag sem þau lifa í.

Markmið  könnunaraðferðarinnar er að hafa áhrif á hugsun barna. Ekki aðeins færni og þekkingu heldur líka tilfinningalega, siðferðilega og fagurfræðilega þætti.

Vinnuferlinu í könnunaraðferðinni er skipt niður í þrjú stig.

Á fyrsta stigi er gerð áætlun, undirbúningur fer fram og viðfangsefnið er fundið.

Á öðru stigi sem er miðpunktur könnunaraðferðarinnar, er gögnum safnað á margvíslegan hátt. Þarna fer aðal þekkingarleitin fram og leitað er svara t.d. í bókum, á netinu, með vettvangsferðum og með umræðum.

Á þriðja stigi er vinnan metin, hvernig þekking barnanna hefur breyst og hvað hefur bæst við í ferlinu. Börnin útfæra reynsluna á fjölbreyttan hátt, t.d. í myndlist, tónlist og hlutverkaleik.

Þetta ferli getur tekið mislangan tíma allt frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur, allt eftir aldri og áhuga barnanna.

Öll stigin í ferlinu styðja hvert annað þannig að þegar börnin eru t.d. að vinna úr ferlinu í hlutverkaleik eða byggingaleik þá vinna þau úr upplifunum sínum úr öllu ferlinu og bæta þannig við við þekkingu sína. Þá geta vaknað upp nýjar spurningar hjá börnunum sem getur orðið til þess að þau finna hjá sér þörf til að rannsaka enn frekar.

Að lokum er verkefnið kynnt með því að setja upp sýningu á afurðinni fyrir foreldra, hin börnin og starfsmennina.

Prenta | Netfang