Myndlist

Myndsköpun er mikilvægur tjáningarmiðill. Börn þurfa að fá að tjá sig með myndmáli og á skapandi hátt. Sköpun barna byggist á skynjun og reynslu þeirra. Þau eiga auðvelt með að tjá tilfinningar sínar í myndsköpun t.d. teikningum, mótun í leir eða með öðrum skapandi efnum. Frjáls og skapandi myndgerð barna, eins og t.d. teikningar mótast af þroskastigi þeirra, reynslu og uppvaxtarskilyrðum. Skapandi myndmótun eflir sjálfstraustið en aðaláhersla er lögð á ferli vinnunar en ekki aðeins útkomuna.

Markmið

  • Að barnið fái tækifæri til að tjá sig í ýmiss konar sköpunarvinnu
  • Að sjálfstæði barnsins aukist
  • Að barnið fái að kynnast hinum ýmsu efnum
  • Að þjálfa huga og hönd
  • Að þjálfa litaskyn og formskyn
     

Leiðir

Unnið er með myndsköpun bæði í frjálsum tímum inn á deildum og í hópastarfi og er þá fléttað saman við þemað okkar og aðra hópavinnu. Við vinnum bæði einstaklings og hópverkefni  bæði fyrirfram ákveðin eða alveg frjáls. Börnin kynnast sem flestum efnum í þemavinnunni og móta t.d. sjálfsmynd úr hinum ýmsu efnum svo sem mála, leira, gifsa og svo frv. Einnig er í boði myndsköpun á valtímum. Við reynum að mæta hverju barni þar sem það er statt og vekja áhuga þess. Börnin fá að vinna eftir sínum hraða og getu og yfirleitt er lögð áhersla á val barnanna sjálfra í sambandi við liti og efnisval.

Prenta | Netfang