Tannvernd í leikskólum

Við fórum í þróunarverkefni með Fellaborg, Ösp og Vinaminni í samvinnu við Lýðheilsustöð.  Tannvernd í leikskólum.  Mjög spennandi verkefni um tannheilsu barna á leikskólaaldri.

Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir og verkefnastjóri tannverndar og Steinunn B. Ágústsdóttir, tannfræðingur komu og tóku viðtöl við foreldra um tannhirðu barnanna og skoðuðu svo tennurnar í börnunum.  Svo var elstu börnunum gefnar flúortöflur eftir hádegismatinn og er áætlað að það haldi áfram fram á vor.  Þá verður verkefnið endurskoðað og vonandi verður áframhald á þessu frábæra verkefni.

Prenta | Netfang